#Sönn fegurð

Markmiðið með #SönnFegurð verkefninu er að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Stór hluti kvenna er frá unga aldri ósáttur við líkamsvöxt sinn og er sú staðreynd rakin að miklu leyti til útlitsþrýstings sem ríkir í samfélaginu. Á undanförnum áratugum hefur fegurðarímynd kvenna orðið sífellt óraunhæfari og með tilkomu nútíma myndvinnslutækni hafa verið búin til útlitsviðmið sem í raun engar konur geta uppfyllt.

Lesa

Hvað er #SönnFegurð?

#SönnFegurð vísar til þess að fegurð er fjölbreytileg. Einsleit útlitsviðmið dagsins í dag gefa ekki raunsanna mynd af veruleikanum og hvernig fegurð birtist okkur með fjölbreyttum hætti í lífinu. Hver manneskja er einstök og fegurðina er að finna alls staðar. #SönnFegurð vísar til þess að konur eru fallegar eins og þær eru.

Sú ímynd fegurðar sem birtist okkur í dag er yfirleitt ekki til í raunveruleikanum heldur búin til í myndvinnsluforriti. #SönnFegurð snýst ekki bara um útlit. Hugrekki er fallegt. Sjálfstraust er fallegt. Sátt í eigin skinni er falleg. #SönnFegurð er þegar við rísum yfir ríkjandi útlitsstaðla og samfélagskröfur og þorum að vera við sjálfar. 

The Body Project

The Body Project er líkamsmyndarnámskeið fyrir ungar konur sem miðar að því að efla gagnrýna hugsun gagnvart ríkjandi fegurðarviðmiðum og auka sátt við eigin líkamsvöxt. Námskeiðið er eitt mest rannsakaða og árangursríkasta efni sem til er á þessu sviði og eitt fárra sem hefur ekki aðeins reynst hafa jákvæð áhrif á líkamsmynd heldur einnig marktækt fækkað átröskunartilfellum. Íslensk útgáfa námskeiðsins hefur verið í þróun frá árinu 2010 og hafa niðurstöður

rannsókna hér á landi verið í samræmi við erlendar rannsóknir og sýna að stúlkur greina frá jákvæðari líkamsmynd, minni megrunarhegðun og færri átröskunareinkennum að námskeiðinu loknu. Dove hefur ákveðið að styrkja starf The Body Project þannig að hægt verði að bjóða stúlkum í framhaldsskólum upp á námskeið þeim að kostnaðarlausu. Stefnt er að því að námskeiðin verði í boði haustið 2015 og verða þau auglýst þegar nær dregur.

Dove sjóðurinn

Dove hefur á heimsvísu styrkt margvíslegt starf í þágu líkamsmyndar kvenna í gegnum The Dove Self-Esteem Fund. Dove á Íslandi hefur einnig stofnað styrktarsjóð til þess að efla líkamsmynd íslenskra stúlkna og kvenna.
8 krónur af hverri seldri Dove vöru renna óskiptar í sjóðinn. Sjóðurinn hefur þegar skuldbundið sig til þess

að veita 3 milljónum króna á næstu tveimur árum til The Body Project verkefnisins sem hefur reynst árangursríkt til að bæta líkamsmynd og líðan stúlkna samkvæmt vísindalegum rannsóknum.

Myndböndin

The Body Project á Íslandi

2:28

#SönnFegurð

2:00

Evolution

1:15

Patches

4:00

#SönnFegurð

Greinar

Hvað er líkamsmynd?

Líkamsmynd fjallar um hvernig fólk upplifir líkama sinn er hluti af því hvernig það upplifir sjálft sig. Líkamsmyndin hefur því áhrif á líðan, hugsanir, hegðun og samskipti okkar allt frá bernsku til efri ára (Pruzinsky og Cash, 2002). Líkamsmynd okkar er samansett úr margskonar hugmyndum, skoðunum og tilfinningum um líkamlegt útlit og virkni.

Lesa

Áhrif slæmrar líkamsmyndar

Fjöldi rannsókna hefur sýnt að tengsl eru milli óánægju með líkamsvöxt og sálrænna vandamála á borð við lágt sjálfsálit, þunglyndi, félagskvíða og átraskanir (Cash, 1996; Ohring, Graber og Brooks-Gunn, 2002; Cash og Fleming, 2002; McCabe og Marwitt, 1993; Stice og Bearman, 2001).

Lesa

Hvað veldur slæmri líkamsmynd?

Margar stúlkur upplifa vanlíðan og óánægju með eigið útlit. Þegar litið er yfir rannsóknir á líkamsmynd (þ.e. sú skoðun eða sýn sem fólk hefur á eigið útlit) má sjá að talsverður fjöldi fólks er óánægður með eigið útlit, þótt hlutfall óánægðra breytist yfir tíma og eftir aldri og kyni (Striegel-Moore og Franko, 2002; Thompson o.fl., 1999).

Lesa